Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:05 Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent