Lýsa yfir neyðarástandi í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 12:09 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa Eþíópíu. EPA/Stian Lysberg Solum Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram. Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram.
Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira