Markaði nýtt upphaf þegar RÚV klippti á útsendinguna frá vítaspyrnukeppninni 2006 Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 11:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir að Valur varð Íslandsmeistari í haust. vísir/daníel Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira