Lamborghini innkallar bíla eftir mistök nýs starfsmanns Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. apríl 2020 07:00 Lamborghini Aventador SVJ Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini neyðist til að innkalla 26 nýja Aventador SVJ bíla. Starfsmaður sem hafði nýlega hafið störf hjá framleiðandanum fékk ekki nægilega þjálfun. Hann bar ábyrgð á að setja hurðarlæsingar í bílana. Eftir skamman tíma hættu þær að virka sem skyldi og læstu eigendur þeirra inni í bílunum. Innra rými Lamborghini Aventador SVJ Einhver kann að hugsa, það er til verri staður en Lamborghini Aventador til að festast í, en það er sennilega lítil sárabót fyrir viðkomandi starfsmann. Þetta er fyrsta innköllun Lamborghini vegna SVJ bílanna en Aventador hefur verið innkallaður vegna lausra bolta sem héldu bremsudiskum, vélar þeirra höfðu verið að drepa á sér þegar skipt var niður um gír, framljósin voru ekki samhverf á einhverjum þeirra og eldsneyti lak ofan á púströrið í einhverjum bílum sem kann að valda eldsvoða. Viðgerðin á hinum frelsissviptandi Aventador SVJ bílum er sem betur fer frekar einföld. Lamborghini hefur verið að setja sig í samband við eigendur bílanna sem þetta varðar. Framleiðandinn hefur neitað að tjá sig um örlög starfsmannsins. Bílar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini neyðist til að innkalla 26 nýja Aventador SVJ bíla. Starfsmaður sem hafði nýlega hafið störf hjá framleiðandanum fékk ekki nægilega þjálfun. Hann bar ábyrgð á að setja hurðarlæsingar í bílana. Eftir skamman tíma hættu þær að virka sem skyldi og læstu eigendur þeirra inni í bílunum. Innra rými Lamborghini Aventador SVJ Einhver kann að hugsa, það er til verri staður en Lamborghini Aventador til að festast í, en það er sennilega lítil sárabót fyrir viðkomandi starfsmann. Þetta er fyrsta innköllun Lamborghini vegna SVJ bílanna en Aventador hefur verið innkallaður vegna lausra bolta sem héldu bremsudiskum, vélar þeirra höfðu verið að drepa á sér þegar skipt var niður um gír, framljósin voru ekki samhverf á einhverjum þeirra og eldsneyti lak ofan á púströrið í einhverjum bílum sem kann að valda eldsvoða. Viðgerðin á hinum frelsissviptandi Aventador SVJ bílum er sem betur fer frekar einföld. Lamborghini hefur verið að setja sig í samband við eigendur bílanna sem þetta varðar. Framleiðandinn hefur neitað að tjá sig um örlög starfsmannsins.
Bílar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira