Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 18:40 Fjármála- og efnahagsráðherra segir áhrif kórónuveirufaraldursins miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir í mars. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49