Staðfestu aldur stærsta fisks í heimi með hjálp kjarnorkutilrauna í kalda stríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2020 15:22 Mark Meekan, vísindamaður hjá Sjávarvísindastofnun Ástralíu í Perth og einn höfunda rannsóknarinnar, syndir með hvalháfi. Wayne Osborn Geislavirkt efni sem dreifðist út um allan heim í kjarnorkusprengjutilraunum heimsveldanna í kalda stríðinu gerði vísindamönnum kleift að aldursgreina hvalháfa, stærstu fiskategund í heimi, nákvæmlega í fyrsta skipti. Uppgötvunin er sögð undirstrika mikilvægi þess að vernda tegundina sem er í útrýmingarhættu. Torsótt hefur reynst í gegnum tíðina að aldursgreina hvalháfa en þeir hafa verið taldir geta náð allt að hundrað ára aldri. Þá, líkt og aðrar hákarla- og skötutegundir, skortir kvarnir sem eru jafnan notaðar til að greina aldur annarra fiskitegunda eins og þorsks og ýsu. Þess í stað hafa vísindamenn talið vaxtarhringi í hryggbeinum hákarlanna á sama hátt og trjáhringir eru notaðir til að áætla aldur trjáa. Steven Campana, kanadískur prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, sem er einn höfunda greinar um rannsóknina, segir að vandamálið við vaxtarhringina hafi verið óvissa um hversu margir slíkir hringir yrðu til á einu ári. „Maður sér vaxtarhringina en það er ekki eins auðvelt að telja þá og í tré. Það eru mismunandi aðferðir við það og það er hægt að fá mjög ólíkar aldursniðurstöður,“ segir Campana við Vísi. Því þurftu vísindamennirnir að leita annarra leiða til þess að skera á hnútinn. Styrkur geislavirks efnis varpar ljósi á aldurinn Kolefni-14 er er geislavirk samsæta sem er að finna í snefilmagni í náttúrunni og er gjarnan notað af fornleifafræðingum og sagnfræðingum til að aldursgreina gömul bein og muni. Í tilraunum heimsveldanna með kjarnorkusprengjur á tímum kalda stríðsins á 6. og 7. áratug síðustu aldar nærri því tvöfaldaðist styrkur kolefnis-14 í lofthjúpi jarðar tímabundið. Lifandi verur drukku efnið í sig og eru með það í sér enn þann dag í dag. Efnið er í það litlu magni að það er ekki hættulegt lífverunum en með réttu tækjunum er hægt að mæla það og nota toppa í styrk samsætunnar sem viðmið um aldur. Aðferðin hefur verið notuð til að aldursgreina um fimmtíu tegundir lífvera, allt frá trjám til skelfisks. Campana og félagar hans mældu þannig styrk kolefnis-14 í vaxtarhringjum í hryggjarbeinum tveggja hvalháfshræja sem voru geymd í Pakistan og Taívan. Styrkur samsætunnar gerði þeim kleift að áætla hversu ört hringirnir mynduðust og þannig ákvarða aldur dýranna. Í ljós kom að aðeins einn vaxtarhringur myndast á ári en ekki tveir. „Okkur tókst að staðfesta í fyrsta skipti að þessir hvalháfar væru jafngamlir og við töldum þá vera. Það var mikilvægt því það voru fyrri rannsóknir sem bentu til að þeir mynduðu tvo vaxtarhringi á ári og væru því helmingi yngri. Okkar tókst þannig að afskrifa þær rannsóknir,“ segir Campana. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Frontiers in Marine Science á mánudag. Sneiðmynd af hryggjarlið hvalháfs í Pakistan sem var notaður í rannsókninni. Fimmtíu vaxtarhringir sjást í beinunum.Paul Fanning/Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Pakistan Gætu orðið á bilinu fimmtíu til hundrað ára gamlir Annar hvalháfanna sem Campana og félagar rannsökuðu reyndist um fimmtíu ára gamall. Það er nokkuð gamalt á mælikvarða hákarla sem verða margir á bilinu tuttugu til þrjátíu ára gamlir. Mark Meekan frá Sjávarvísindastofnun Ástralíu í Perth og einn meðhöfunda Campana að rannsókninni segir breska ríkisútvarpinu BBC að niðurstöðurnar bendi til þess að hvalháfar gætu náð hárri elli og orðið allt að hundrað eða jafnvel hundrað og fimmtíu ára gamlir. Campana fer varlegar í sakirnar og segir ekki hægt að segja til um hámarksaldur háfanna að svo stöddu. Annar hákarlanna sem voru notaðir í rannsóknina var tíu metra langur og vitað sé að margir hvalháfar verði stærri en það. „Fimmtíu árin eru þannig nær örugglega ekki hámarksaldurinn. Það eru örugglega stærri og eldri dýr þarna úti. Hversu hár hámarksaldurinn gæti verið, veit ég ekki. Mig grunar að hann sé minna en hundrað ár en sannarlega á milli fimmtugs og hundrað ára,“ segir Campana. Frá því að byrjað var að nota samsætuaðferðina fyrir um fimmtán árum hafa vísindamenn komist að því að hákarlar og fiskar verða töluvert eldri en áður var talið. Campana segir að hvítháfurinn sé meðal annars fullkomið dæmi um það. „Núna höfum við séð að sumir hvítháfar verða allt að 73 ára gamlir. Það eru til háfar, sem eru litlir hákarlar sem finnast í kringum Ísland, sem verða um hundrað ára sums staðar í heiminum,“ segir Campana. Steven Campana, prófessor í líffræði við HÍ, festir gervihnattasendi á hámeri utan við austurströnd Kanada. Hámerinni var sleppt og sendirinni notaður til að fylgjast með ferðum hennar.Steven Campana Bætir mat og vernd stofnsins sem er í útrýmingarhættu Hvalháfar voru nýlega færðir úr tegund í hættu í útrýmingarhættu í hættuflokkun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) en stofn þeirra hefur hrunið við strendur Taílands og Taívan þar sem þeir eru veiddir en njóta einnig vinsælda hjá ferðamönnum. Niðurstöður Campana og félaga hafa þýðingu fyrir hættuflokkun hvalháfsins og verndaraðgerðir. Langlífi hans sem rannsóknin staðfestir þýðir að tegundin er í meiri hættu en ella. Almennt vaxa einstaklingar dýrategundar hratt og fjölga sér ört þegar þeir lifa stutt. Slíkar tegundir hafa þannig meira þol gegn rányrkju manna eða öðrum skakkaföllum. Þegar einstaklingar eru afar langlífir vaxa þeir almennt hægar og eignast tiltölulega fá afkvæmi. Þær tegundir eiga erfiðara með að endurnýja sig. „Þessi langlífu dýr fjölga sér mjög hægt þannig að það er mun auðveldara að útrýma þeim,“ segir Campana. Með betri þekkingu á raunverulegum aldri hvalháfa geta vísindamenn nú gefið alþjóðastofnunum nákvæmara mat á ástandi stofnsins og hvort óhætt sé að leyfa frekari veiðar í framtíðinni. Vísindi Dýr Kalda stríðið Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Geislavirkt efni sem dreifðist út um allan heim í kjarnorkusprengjutilraunum heimsveldanna í kalda stríðinu gerði vísindamönnum kleift að aldursgreina hvalháfa, stærstu fiskategund í heimi, nákvæmlega í fyrsta skipti. Uppgötvunin er sögð undirstrika mikilvægi þess að vernda tegundina sem er í útrýmingarhættu. Torsótt hefur reynst í gegnum tíðina að aldursgreina hvalháfa en þeir hafa verið taldir geta náð allt að hundrað ára aldri. Þá, líkt og aðrar hákarla- og skötutegundir, skortir kvarnir sem eru jafnan notaðar til að greina aldur annarra fiskitegunda eins og þorsks og ýsu. Þess í stað hafa vísindamenn talið vaxtarhringi í hryggbeinum hákarlanna á sama hátt og trjáhringir eru notaðir til að áætla aldur trjáa. Steven Campana, kanadískur prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, sem er einn höfunda greinar um rannsóknina, segir að vandamálið við vaxtarhringina hafi verið óvissa um hversu margir slíkir hringir yrðu til á einu ári. „Maður sér vaxtarhringina en það er ekki eins auðvelt að telja þá og í tré. Það eru mismunandi aðferðir við það og það er hægt að fá mjög ólíkar aldursniðurstöður,“ segir Campana við Vísi. Því þurftu vísindamennirnir að leita annarra leiða til þess að skera á hnútinn. Styrkur geislavirks efnis varpar ljósi á aldurinn Kolefni-14 er er geislavirk samsæta sem er að finna í snefilmagni í náttúrunni og er gjarnan notað af fornleifafræðingum og sagnfræðingum til að aldursgreina gömul bein og muni. Í tilraunum heimsveldanna með kjarnorkusprengjur á tímum kalda stríðsins á 6. og 7. áratug síðustu aldar nærri því tvöfaldaðist styrkur kolefnis-14 í lofthjúpi jarðar tímabundið. Lifandi verur drukku efnið í sig og eru með það í sér enn þann dag í dag. Efnið er í það litlu magni að það er ekki hættulegt lífverunum en með réttu tækjunum er hægt að mæla það og nota toppa í styrk samsætunnar sem viðmið um aldur. Aðferðin hefur verið notuð til að aldursgreina um fimmtíu tegundir lífvera, allt frá trjám til skelfisks. Campana og félagar hans mældu þannig styrk kolefnis-14 í vaxtarhringjum í hryggjarbeinum tveggja hvalháfshræja sem voru geymd í Pakistan og Taívan. Styrkur samsætunnar gerði þeim kleift að áætla hversu ört hringirnir mynduðust og þannig ákvarða aldur dýranna. Í ljós kom að aðeins einn vaxtarhringur myndast á ári en ekki tveir. „Okkur tókst að staðfesta í fyrsta skipti að þessir hvalháfar væru jafngamlir og við töldum þá vera. Það var mikilvægt því það voru fyrri rannsóknir sem bentu til að þeir mynduðu tvo vaxtarhringi á ári og væru því helmingi yngri. Okkar tókst þannig að afskrifa þær rannsóknir,“ segir Campana. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Frontiers in Marine Science á mánudag. Sneiðmynd af hryggjarlið hvalháfs í Pakistan sem var notaður í rannsókninni. Fimmtíu vaxtarhringir sjást í beinunum.Paul Fanning/Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Pakistan Gætu orðið á bilinu fimmtíu til hundrað ára gamlir Annar hvalháfanna sem Campana og félagar rannsökuðu reyndist um fimmtíu ára gamall. Það er nokkuð gamalt á mælikvarða hákarla sem verða margir á bilinu tuttugu til þrjátíu ára gamlir. Mark Meekan frá Sjávarvísindastofnun Ástralíu í Perth og einn meðhöfunda Campana að rannsókninni segir breska ríkisútvarpinu BBC að niðurstöðurnar bendi til þess að hvalháfar gætu náð hárri elli og orðið allt að hundrað eða jafnvel hundrað og fimmtíu ára gamlir. Campana fer varlegar í sakirnar og segir ekki hægt að segja til um hámarksaldur háfanna að svo stöddu. Annar hákarlanna sem voru notaðir í rannsóknina var tíu metra langur og vitað sé að margir hvalháfar verði stærri en það. „Fimmtíu árin eru þannig nær örugglega ekki hámarksaldurinn. Það eru örugglega stærri og eldri dýr þarna úti. Hversu hár hámarksaldurinn gæti verið, veit ég ekki. Mig grunar að hann sé minna en hundrað ár en sannarlega á milli fimmtugs og hundrað ára,“ segir Campana. Frá því að byrjað var að nota samsætuaðferðina fyrir um fimmtán árum hafa vísindamenn komist að því að hákarlar og fiskar verða töluvert eldri en áður var talið. Campana segir að hvítháfurinn sé meðal annars fullkomið dæmi um það. „Núna höfum við séð að sumir hvítháfar verða allt að 73 ára gamlir. Það eru til háfar, sem eru litlir hákarlar sem finnast í kringum Ísland, sem verða um hundrað ára sums staðar í heiminum,“ segir Campana. Steven Campana, prófessor í líffræði við HÍ, festir gervihnattasendi á hámeri utan við austurströnd Kanada. Hámerinni var sleppt og sendirinni notaður til að fylgjast með ferðum hennar.Steven Campana Bætir mat og vernd stofnsins sem er í útrýmingarhættu Hvalháfar voru nýlega færðir úr tegund í hættu í útrýmingarhættu í hættuflokkun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) en stofn þeirra hefur hrunið við strendur Taílands og Taívan þar sem þeir eru veiddir en njóta einnig vinsælda hjá ferðamönnum. Niðurstöður Campana og félaga hafa þýðingu fyrir hættuflokkun hvalháfsins og verndaraðgerðir. Langlífi hans sem rannsóknin staðfestir þýðir að tegundin er í meiri hættu en ella. Almennt vaxa einstaklingar dýrategundar hratt og fjölga sér ört þegar þeir lifa stutt. Slíkar tegundir hafa þannig meira þol gegn rányrkju manna eða öðrum skakkaföllum. Þegar einstaklingar eru afar langlífir vaxa þeir almennt hægar og eignast tiltölulega fá afkvæmi. Þær tegundir eiga erfiðara með að endurnýja sig. „Þessi langlífu dýr fjölga sér mjög hægt þannig að það er mun auðveldara að útrýma þeim,“ segir Campana. Með betri þekkingu á raunverulegum aldri hvalháfa geta vísindamenn nú gefið alþjóðastofnunum nákvæmara mat á ástandi stofnsins og hvort óhætt sé að leyfa frekari veiðar í framtíðinni.
Vísindi Dýr Kalda stríðið Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira