HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag.
Í yfirlýsingunni segir að eftir að yfirvöld ákváðu að lengja samkomubannið sér sambandið ekki fram á það að geta kárað tímabilið því liðin þurfa að minnsta kosti tvær til þrjár vikur til undirbúnings.
Fram er deildarmeistari Olís-deildar kvenna og Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla. Þór Akureyri og Grótta fara upp í Olís-deild karla en HK og Fjölnir falla. Afturelding fellur niður í Grill 66-deild kvenna og FH tekur þeirra sæti.
Ekki verða nefndir Íslandsmeistarar þetta tímabilið.