Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 19:20 Flugvélafloti Icelandair er meira og minna allur á jörðu niðri þessa dagana og líkur á miklum samdrætti í flugáætlun félagsins í sumar. Vísr/Vilhelm Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13
Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33