Aukið eftirlit eftir að Víði, Ölmu og Þórólfi var hótað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2020 18:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira