Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:15 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Stöð 2 Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira