Íbúar í Hveragerði þurftu að moka sig út úr húsum sínum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 Aftakaveður hefur verið víða landinu og einna verst á Suðurlandi. Þurftu íbúar Hveragerðis að moka sér leið úr húsum sínum. Helstu vegum var lokað enda ekkert ferðaveður á landinu. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa haft í nægu að snúast undanfarinn sólarhring vegna ófærðar. Fyrstu útköll bárust um klukka 20 í gærkvöld og snéru þau flest að föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Færðin er mjög slæm. Skaflar á vegum, þjóðvegum og mikið innanbæjar. Sérstaklega hér við ströndina,“ sagði Gunnar Ingi Friðriksson, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Líkt og sjá má var skyggni slæmt.LANDSBJÖRG Í myndbandinu má sjá hvernig færðin var á Suðurstrandarvegi klukkan 21 í gærkvöld. Þónokkur umferð var á svæðinu og skilyrði slæm. Appelsínugul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu en á Höfuðborgarsvæðinu er viðvörunin gul. Norðaustan stormur er á landinu í dag og mikil sjókoma víða um land. Ófögur sjón blasti við íbúa Hveragerðis þegar hann fór á fætur í morgun. Snjórinn hafði rutt sér leið inn á heimilið þrátt fyrir að dyrnar væru lokaðar. Líkt og sést í sjónvarpsfréttinni þurfti íbúi bókstaflega að moka sér leið út úr húsnæði sínu, með kröftugu sniði. Skemmdir urðu í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þakið á garðskálanum fór að einhverju leyti og eins og sjá má féll snjór á plöntur sem byrjaðar voru að vora. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. Snjór féll á plöntur sem byrjaðar voru að vora.AÐSEND Samgöngur Veður Björgunarsveitir Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Aftakaveður hefur verið víða landinu og einna verst á Suðurlandi. Þurftu íbúar Hveragerðis að moka sér leið úr húsum sínum. Helstu vegum var lokað enda ekkert ferðaveður á landinu. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa haft í nægu að snúast undanfarinn sólarhring vegna ófærðar. Fyrstu útköll bárust um klukka 20 í gærkvöld og snéru þau flest að föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Færðin er mjög slæm. Skaflar á vegum, þjóðvegum og mikið innanbæjar. Sérstaklega hér við ströndina,“ sagði Gunnar Ingi Friðriksson, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Líkt og sjá má var skyggni slæmt.LANDSBJÖRG Í myndbandinu má sjá hvernig færðin var á Suðurstrandarvegi klukkan 21 í gærkvöld. Þónokkur umferð var á svæðinu og skilyrði slæm. Appelsínugul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu en á Höfuðborgarsvæðinu er viðvörunin gul. Norðaustan stormur er á landinu í dag og mikil sjókoma víða um land. Ófögur sjón blasti við íbúa Hveragerðis þegar hann fór á fætur í morgun. Snjórinn hafði rutt sér leið inn á heimilið þrátt fyrir að dyrnar væru lokaðar. Líkt og sést í sjónvarpsfréttinni þurfti íbúi bókstaflega að moka sér leið út úr húsnæði sínu, með kröftugu sniði. Skemmdir urðu í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þakið á garðskálanum fór að einhverju leyti og eins og sjá má féll snjór á plöntur sem byrjaðar voru að vora. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. Snjór féll á plöntur sem byrjaðar voru að vora.AÐSEND
Samgöngur Veður Björgunarsveitir Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira