Maraþon sem átti að fara fram í Rotterdam fór fram í heimahúsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Maraþon átti að fara fram í Rotterdam um helgina. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fjögurra manna hópur hljóp maraþon á hlaupabretti í heimahúsi í dag. Upprunalega átti hlaupið að fara fram í Rotterdam en því var frestað vegna Kórónuveirunnar. Maraþon heima segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. „Planið var að vera í Rotterdam þessa helgi og hlaupa maraþon á morgun en það hefur öllu verið frestað,“ sagði Birgir Örn Birgisson, hlaupari. Ákvað hópurinn þá að þeir skyldu hlaupa maraþonið á hlaupabretti í World Class. „En svo þegar samkomubannið var hert þá þurftum við að finna eitthvað annað. Við erum svo heppnir að Ívar á bretti hérna heima þannig við fengum þá klikkuðu hugmynd að hlaupa svona raðmaraþon hér,“ sagði Birgir. Þeir stilltu hlaupabrettinu upp á efstu hæð hússins. Klukku fyrir framan brettið og stilltu upp fána til að kóróna stemninguna. Um er að ræða 42,2 kílómetra vegalengd og skipta þeir hlaupinu á milli sín þannig að hver hlaupari er að í rúma þrjá klukkutíma. Sá fyrsti hóf leik klukkan sex í morgun og gera þeir ráð fyrir að hlaupið taki í heildina fjórtán tíma. Maraþoni fylgir yfirleitt stuðningur á hliðarlínunni og segja þeir að slíkan stuðning hafi ekki vantað í dag. „Já það eru fullt af hlaupafélögum sem hafa komið við og hvatt okkur, fjölskyldumeðlimir og aðrir þannig já við höfum fundið fyrir miklum stuðningi,“ sagði Birgir Maraþonið í heimahúsi segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. Þetta getur ekki verið eins og að hlaupa á götum Rotterdam? „Þetta er auðvitað betra fyrir loftslagsmálin að hlaupa þetta bara hér,“ sagði Stefán Birgisson, hlaupari. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlaup Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjögurra manna hópur hljóp maraþon á hlaupabretti í heimahúsi í dag. Upprunalega átti hlaupið að fara fram í Rotterdam en því var frestað vegna Kórónuveirunnar. Maraþon heima segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. „Planið var að vera í Rotterdam þessa helgi og hlaupa maraþon á morgun en það hefur öllu verið frestað,“ sagði Birgir Örn Birgisson, hlaupari. Ákvað hópurinn þá að þeir skyldu hlaupa maraþonið á hlaupabretti í World Class. „En svo þegar samkomubannið var hert þá þurftum við að finna eitthvað annað. Við erum svo heppnir að Ívar á bretti hérna heima þannig við fengum þá klikkuðu hugmynd að hlaupa svona raðmaraþon hér,“ sagði Birgir. Þeir stilltu hlaupabrettinu upp á efstu hæð hússins. Klukku fyrir framan brettið og stilltu upp fána til að kóróna stemninguna. Um er að ræða 42,2 kílómetra vegalengd og skipta þeir hlaupinu á milli sín þannig að hver hlaupari er að í rúma þrjá klukkutíma. Sá fyrsti hóf leik klukkan sex í morgun og gera þeir ráð fyrir að hlaupið taki í heildina fjórtán tíma. Maraþoni fylgir yfirleitt stuðningur á hliðarlínunni og segja þeir að slíkan stuðning hafi ekki vantað í dag. „Já það eru fullt af hlaupafélögum sem hafa komið við og hvatt okkur, fjölskyldumeðlimir og aðrir þannig já við höfum fundið fyrir miklum stuðningi,“ sagði Birgir Maraþonið í heimahúsi segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. Þetta getur ekki verið eins og að hlaupa á götum Rotterdam? „Þetta er auðvitað betra fyrir loftslagsmálin að hlaupa þetta bara hér,“ sagði Stefán Birgisson, hlaupari.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlaup Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira