Líklega 1-4-4-1 á fyrstu helgi ensku úrvalsdeildarinnar í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:45 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Tottenham Hotspur en þessi lið gætu mögulega mæst í fyrsta leiknum þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Getty/Chloe Knott Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira