Svona gæti golftímabilið litið út eftir allar breytingarnar vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 17:00 Tiger Woods gæti mögulega þurft að verja Masters-titilinn sinn á Augusta National golfvellinum í nóvember. Getty/Andrew Redington Golftímabilið verður gjörbreytt eftir allar frestanirnar vegna kórónuveirunnar og nú berast fréttir af því að golfheimurinn sé mögulega búinn að raða tímabilinu upp á nýtt. Masters-mótinu var frestað á dögunum en það átti að vera fyrsta risamót ársins nú í aprílmánuði. PGA-meistaramótinu í maí hefur einnig verið frestað. Það er ekki búið að fresta opna breska meistaramótinu en þykir líklegt að því seinki einnig en það á að fara fram í júlí. Á undan á að fara fram opna bandaríska meistaramótið í júní og því hefur ekki verið frestað ennþá. New Tour schedule aims to play Masters in November, keep Ryder Cup in 2020 https://t.co/g7rwtnLBTp pic.twitter.com/T3sR1gI746— Golfweek (@golfweek) April 3, 2020 Staða mála í Bandaríkjunum og Evrópu eru samt þannig og útbreiðslan enn það hröð að allt bendir til þess að golftímabilið færist fram á haust og inn á veturinn. Samkvæmt fréttum Golfweek þá verður væntanlega boðið upp á mikla golfveislu í haust og vetur. Eftir risamótin fjögur bíður nefnilega sjálfur Ryder-bikarinn sem átti að fara fram í lok september. Nú lítur út fyrir að þrjú eða fjögur risamót og Ryder-bikarinn fari nú fram á fimmtán vikum seinni hluta sumars og í haust. Líkur er nú á því að Mastersmótið endi jafnvel í nóvembermánuði og að risamótatímabilið gæti byrjað á PGA-meistaramótinu í ágúst og svo færi opna breska mótið fram í september. Eftir það þyrfti síðan að finna stað fyrir opna bandaríska mótið í kringum Ryder-bikarinn. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Golftímabilið verður gjörbreytt eftir allar frestanirnar vegna kórónuveirunnar og nú berast fréttir af því að golfheimurinn sé mögulega búinn að raða tímabilinu upp á nýtt. Masters-mótinu var frestað á dögunum en það átti að vera fyrsta risamót ársins nú í aprílmánuði. PGA-meistaramótinu í maí hefur einnig verið frestað. Það er ekki búið að fresta opna breska meistaramótinu en þykir líklegt að því seinki einnig en það á að fara fram í júlí. Á undan á að fara fram opna bandaríska meistaramótið í júní og því hefur ekki verið frestað ennþá. New Tour schedule aims to play Masters in November, keep Ryder Cup in 2020 https://t.co/g7rwtnLBTp pic.twitter.com/T3sR1gI746— Golfweek (@golfweek) April 3, 2020 Staða mála í Bandaríkjunum og Evrópu eru samt þannig og útbreiðslan enn það hröð að allt bendir til þess að golftímabilið færist fram á haust og inn á veturinn. Samkvæmt fréttum Golfweek þá verður væntanlega boðið upp á mikla golfveislu í haust og vetur. Eftir risamótin fjögur bíður nefnilega sjálfur Ryder-bikarinn sem átti að fara fram í lok september. Nú lítur út fyrir að þrjú eða fjögur risamót og Ryder-bikarinn fari nú fram á fimmtán vikum seinni hluta sumars og í haust. Líkur er nú á því að Mastersmótið endi jafnvel í nóvembermánuði og að risamótatímabilið gæti byrjað á PGA-meistaramótinu í ágúst og svo færi opna breska mótið fram í september. Eftir það þyrfti síðan að finna stað fyrir opna bandaríska mótið í kringum Ryder-bikarinn.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira