Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 16:47 Mynd sem fylgir skýrslu um hvernig fyrsti þjóðvegur Grænlands muni líta út, þegar búið verður að byggja hann upp sem bílveg í sex metra breidd. Sveitarfélagið Qeqqata býður vegagerðina út. Mynd/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænland Norðurslóðir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn
Grænland Norðurslóðir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira