Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.
Borgarleikhúsið hefur sinnt yngstu kynslóðinni vel síðustu vikur og hafa sögurnar um Pétur Pan, Stígvélaða köttinn, Gosa, Rauðhettu og úlfinn, Greppikló og Hans hugprúða meðal annars verið lesnar. Hægt er að nálgast upplestrana í tengdum greinum hér fyrir neðan.
Að þessu sinni les leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir söguna um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren.