Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 19:05 Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina frá Downing-stræti 10 í kvöld. Þar lýsti hann skilyrtum áformum um að slaka á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52
Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13
Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50