Nýr og ódýrari iPhone á leiðinni? Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 08:40 Verslunum Apple víða um heim hefur verið lokað og þykir það grafa undan þeim sögusögnum að von sé á nýjum síma og það jafnvel í dag. EPA/LARRY W. SMITH Sögusagnir eru á kreiki um að Apple muni opinbera nýjan síma á næstu dögum og jafnvel í dag. Það er síminn iPhone SE, sem á að vera ódýrari týpa af símum Apple. Samkvæmt 9to5Mac er síminn framleiddur í þremur litum, hvítum, svörtum og rauðum og í þremur týpum. Ein með 64GB minni, önnur með 128GB og sú þriðja með 256GB. Umfjöllun 9to5Mac fékk byr undir báða vængi þegar hlíf fyrir símann fannst á síðu Apple. New leak on the Apple Store .Looks like iPhone SE it is .https://t.co/QU9vYspDGP pic.twitter.com/kMPks5xsPU— Aaron Zollo (@zollotech) April 3, 2020 Þó er vert að taka fram að mörgum þykja þessar vangaveltur órökréttar og þá sérstaklega með tilliti til þess að verslunum Apple hefur verið lokað víða um heim vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í fyrri fregnum af þessum nýja síma hefur komið fram að hann eigi að byggja á hönnun iPhone 8. Vera með 4,7 tommu skjá og Hometakka. Búnaður símans, örgjörvi og annað mun þó vera nýtt. Fyrsti SE síminn var opinberaður árið 2016 og var hann þá með 4 tommu skjá og byggði á hönnun 5S. Apple Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sögusagnir eru á kreiki um að Apple muni opinbera nýjan síma á næstu dögum og jafnvel í dag. Það er síminn iPhone SE, sem á að vera ódýrari týpa af símum Apple. Samkvæmt 9to5Mac er síminn framleiddur í þremur litum, hvítum, svörtum og rauðum og í þremur týpum. Ein með 64GB minni, önnur með 128GB og sú þriðja með 256GB. Umfjöllun 9to5Mac fékk byr undir báða vængi þegar hlíf fyrir símann fannst á síðu Apple. New leak on the Apple Store .Looks like iPhone SE it is .https://t.co/QU9vYspDGP pic.twitter.com/kMPks5xsPU— Aaron Zollo (@zollotech) April 3, 2020 Þó er vert að taka fram að mörgum þykja þessar vangaveltur órökréttar og þá sérstaklega með tilliti til þess að verslunum Apple hefur verið lokað víða um heim vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í fyrri fregnum af þessum nýja síma hefur komið fram að hann eigi að byggja á hönnun iPhone 8. Vera með 4,7 tommu skjá og Hometakka. Búnaður símans, örgjörvi og annað mun þó vera nýtt. Fyrsti SE síminn var opinberaður árið 2016 og var hann þá með 4 tommu skjá og byggði á hönnun 5S.
Apple Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira