Flestir starfsmenn Facebook og Google vinna heima til 2021 Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:59 Google gerir ráð fyrir því að opna skrifstofur sínar í júní. Vísir/Getty Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið. Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið.
Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira