„Hvað var planið hjá Gústa í fyrra?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2020 13:30 Spekingarnir voru ekki sammála um stefnu Blika í fyrra. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira