Minnast hjónanna sem létust: „Sorg ríkir í bænum okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2020 08:29 Sorg ríkir nú í Hveragerði eftir að hjón sem voru þar búsett létust úr Covid-19. Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira