Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 12:20 Helga Schmid, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Abbas Araghchil aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í kjarnorkuviðræðum sem fóru fram í Vín í síðasta mánuði. AP/Roland Zak Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma. Íran Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma.
Íran Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira