Stöðva framleiðslu á Corona-bjór Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2020 07:47 Getty Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Mexíkó hafa kynnt hertar aðgerðir vegna faraldursins og gert öllum fyrirtækjum, sem ekki flokkast sem nauðsynleg þjóðarbúinu, að stöðva rekstur tímabundið. Grupo Modelo, sem einnig bruggar Pacifico-bjór og Modelo, greindi frá því í gær að framleiðsla yrði stöðvuð til loka aprílmánaðar, í samræmi við reglur yfirvalda. „Við erum í ferli að draga úr framleiðslu í brugghúsum okkar niður í algert lágmark,“ sagði í yfirlýsingu frá Grupo Modelo. Ekki undanþegin reglunum Samkvæmt aðgerðum mexíkóskra yfirvalda er matvælaframleiðsla í landbúnaði undanþegin reglunum, en bjórframleiðsla fellur hins vegar ekki undir þær reglur. Sjá einnig: Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Corona-bjórinn hefur frá árinu 1998 verið mest seldi, innflutti bjórinn í Bandaríkjunum. Alls hafa um 1.500 kórónuveirusmit verið skráð í Mexíkó og eru fimmtíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. Vísir sagði frá því í febrúar að Vínbúðirnar hefðu merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór eftir að faraldurinn hófst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mexíkó Áfengi og tóbak Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Mexíkó hafa kynnt hertar aðgerðir vegna faraldursins og gert öllum fyrirtækjum, sem ekki flokkast sem nauðsynleg þjóðarbúinu, að stöðva rekstur tímabundið. Grupo Modelo, sem einnig bruggar Pacifico-bjór og Modelo, greindi frá því í gær að framleiðsla yrði stöðvuð til loka aprílmánaðar, í samræmi við reglur yfirvalda. „Við erum í ferli að draga úr framleiðslu í brugghúsum okkar niður í algert lágmark,“ sagði í yfirlýsingu frá Grupo Modelo. Ekki undanþegin reglunum Samkvæmt aðgerðum mexíkóskra yfirvalda er matvælaframleiðsla í landbúnaði undanþegin reglunum, en bjórframleiðsla fellur hins vegar ekki undir þær reglur. Sjá einnig: Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Corona-bjórinn hefur frá árinu 1998 verið mest seldi, innflutti bjórinn í Bandaríkjunum. Alls hafa um 1.500 kórónuveirusmit verið skráð í Mexíkó og eru fimmtíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. Vísir sagði frá því í febrúar að Vínbúðirnar hefðu merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór eftir að faraldurinn hófst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mexíkó Áfengi og tóbak Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira