Alls hafa þrír leikmenn úr spænsku úrvalsdeildinni greinst með kórónaveiruna en öll lið deildarinnar gengust undir skimun fyrir veirunni í aðdraganda þess að æfingar hófust fyrr í vikunni.
Brasilíski varnarmaðurinn Renan Lodi (Atletico Madrid), spænski markvörðurinn Alex Remiro (Real Sociedad) og venesúelski miðjumaðurinn Yangel Herrera (Granada) eru með veiruna en ekki liggja enn fyrir niðurstöður fyrir alla leikmenn deildarinnar.
[ ] @renan_lodi os manda un saludo desde su domicilio.
— Atlético de Madrid (@Atleti) May 9, 2020
¡Muy pronto te veremos sobre el césped, Renan!
#AúpaAtleti pic.twitter.com/d9wneUtV1s
Topplið deildarinnar, Barcelona, hóf æfingar um miðja viku og samkvæmt heimildum spænskra fjölmiðla reyndust niðurstöður skimunar hjá Börsungum allar neikvæðar. Einhver lið munu hefja æfingar á mánudag, þar á meðal Real Madrid.
Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa gefið út að stefnt sé að því að hefja leik að nýju um miðjan júní en engin dagsetning hefur verið gefin út.