Situr uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað: „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 21:20 Haraldur Sigþórsson segist vera í vonlausri stöðu vegna kaupa á sérhönnuðum bíl sem skyndilega hækkaði í verði. Vísir/Arnar Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira