Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 13:52 Unga fólkið fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í hádeginu. Að sjálfsögðu var tekin mynd við tilefnið. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, stendur lengst til hægri á myndinni. Vísir/Sigurjón Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira