Tiger og Phil mætast aftur í einvígi og nú með NFL-goðsagnir með sér í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 17:30 Það fagna því örugglega margir að fá einvígi á milli Tiger Woods og Phil Mickelson á þessum íþróttalausu tímum kórónuveirunnar. EPA-EFE/TANNEN MAURY Tiger Woods og Phil Mickelson mættust í Einvíginu á golfvelli í Las Vegas árið 2018 og ætla nú að endurtaka leikinn en nú verða þeir ekki einir í liði. NFL goðsagnirnar Peyton Manning og Tom Brady verða með að þessu sinni, Tom Brady spilar með Phil Mickelson og Manning verður í liði Tigers Woods. Tiger-Phil will get an extra kick in their rematch: They'll be joined by Tom Brady and Peyton Manning. https://t.co/KOGGZEWqIY— USA TODAY Sports (@usatodaysports) May 7, 2020 Peyton Manning og Tom Brady eru báðir í hópi allra bestu leikstjórnenda NFL sögunnar og miklir erkifjendur á meðan Manning var að spila. Brady hefur síðan spilað enn lengur og er ekki enn hættur. Einvígið þeirra fjögurra fer fram 24. maí næstkomandi hjá Medalist golfklúbbnum í Hobe Sound í Flórída fylki. Phil came out talking trash, but Tiger had the green jacket ready ??It's @TigerWoods & Peyton vs. @PhilMickelson & @TomBrady ?? Capital One's The Match is on May 24 at Tiger's course, The Medalist, only on TNT. Full interview in the B/R app https://t.co/99p5H7EB4W pic.twitter.com/5BJkMzl9dT— Bleacher Report (@BleacherReport) May 7, 2020 Einvígið heitir að þessu sinni „The Match: Champions for Charity“ á ensku sem væri hægt að þýða „Einvígið: Meistarar keppa fyrir góðgerðarstarf“ á íslensku. Allir munu þeir spila golf og þeir verða allir með hljóðnema á sér. Það ætti að gera keppnina enn áhugaverðari. Fyrri níu holurnar verða spilaðar eins og í fjórleik (best ball) en á seinni níu munu þeir skiptast á að slá. WarnerMedia og kylfingarnir fjórir munu láta af hendi tíu milljónir Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19 og munu góðgerðasamtök því tengdu njóta góðs af því. Þetta eru 1476 milljónir íslenskra króna. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods og Phil Mickelson mættust í Einvíginu á golfvelli í Las Vegas árið 2018 og ætla nú að endurtaka leikinn en nú verða þeir ekki einir í liði. NFL goðsagnirnar Peyton Manning og Tom Brady verða með að þessu sinni, Tom Brady spilar með Phil Mickelson og Manning verður í liði Tigers Woods. Tiger-Phil will get an extra kick in their rematch: They'll be joined by Tom Brady and Peyton Manning. https://t.co/KOGGZEWqIY— USA TODAY Sports (@usatodaysports) May 7, 2020 Peyton Manning og Tom Brady eru báðir í hópi allra bestu leikstjórnenda NFL sögunnar og miklir erkifjendur á meðan Manning var að spila. Brady hefur síðan spilað enn lengur og er ekki enn hættur. Einvígið þeirra fjögurra fer fram 24. maí næstkomandi hjá Medalist golfklúbbnum í Hobe Sound í Flórída fylki. Phil came out talking trash, but Tiger had the green jacket ready ??It's @TigerWoods & Peyton vs. @PhilMickelson & @TomBrady ?? Capital One's The Match is on May 24 at Tiger's course, The Medalist, only on TNT. Full interview in the B/R app https://t.co/99p5H7EB4W pic.twitter.com/5BJkMzl9dT— Bleacher Report (@BleacherReport) May 7, 2020 Einvígið heitir að þessu sinni „The Match: Champions for Charity“ á ensku sem væri hægt að þýða „Einvígið: Meistarar keppa fyrir góðgerðarstarf“ á íslensku. Allir munu þeir spila golf og þeir verða allir með hljóðnema á sér. Það ætti að gera keppnina enn áhugaverðari. Fyrri níu holurnar verða spilaðar eins og í fjórleik (best ball) en á seinni níu munu þeir skiptast á að slá. WarnerMedia og kylfingarnir fjórir munu láta af hendi tíu milljónir Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19 og munu góðgerðasamtök því tengdu njóta góðs af því. Þetta eru 1476 milljónir íslenskra króna.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira