Strákarnir í Sportinu í dag krydduðu upp á nýjum lið í þætti dagsins þar sem þeir byrjuðu með liðinn Gullmoli dagsins.
Á tímum kórónuveirunnar hefur beinum útsendingum fækkað svo um munar og því hafa margir verið að skoða gamlar klippur.
Ein þeirra dúkkaði upp í safni Stöðvar 2 og Henry Birgir Gunnarsson brá því á það ráð að koma með einn gullmola á dag í Sportinu í dag.
„Þegar þú byrjar einhverja svona vegferð þá byrjarðu með látum,“ sagði Henry áður en myndbandið var sýnt.
Í myndbandinu er fyrrum landsliðsmarkverðinum Guðmundi Hreiðarssyni fylgt á eftir fyrir leik gegn ÍBV en Heimir Karlsson fygdi Guðmundi vel á eftir. Bæði í vinnunni og heima fyrir.
Sjón er sögu ríkari en þetta stórkostlega innslag má sjá hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.