Viðar um samninginn í Kína: „Hefði líklega aldrei getað sagt nei“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 20:15 Það voru alvöru peningar sem biðu Viðars í Kína. vísir/s2s Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira