Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 18:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Egill „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
„Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira