Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2020 16:26 Hnattræn hlýnun á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem festir hita inni í lofthjúpi jarðar. Vísir/EPA Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. Aðeins fyrstu þrír mánuðir ársins 2016 voru hlýrri en janúar, febrúar og mars á þessu ári. Þá kynti sérlega öflugur El niño -viðburður undir hnattrænni hlýnun. Undanfarnir tólf mánuðir voru svo gott sem jafnhlýir hlýjasta tólf mánaða tímabil sem beinar mælingar ná til, samkvæmt greiningu loftslagsvísindavefsins Carbon Brief á ástandi loftslagsins í upphafi árs. „Hitastigið fyrstu þrjá mánuði 2020 var merkilega hátt. Ef þeir enda á því að vera í samræmi við það sem eftir er ársins mun 2020 setja klárt met sem hlýjasta árið,“ segir í greiningunni. Ólíklegt er þó talið að hlýindin verði jafnmikil það sem eftir lifir árs og þau hafa verið í ársbyrjun. Hnattrænt hitastig er almennt sagt sveiflukenndara frá október til mars en frá apríl til september vegna þess að El niño-viðburðir nái yfirleitt hámarki sínu að vetri til á norðurhveli jarðar. El niño veldur mestu sveiflunum í hnattrænum meðalhita frá ári til árs. Við eða umfram spár IPCC Þrátt fyrir að hlýindin í byrjun þessa árs standist sambærilegu tímabili árið 2016 ekki snúning þykir það sæta tíðindum hversu litlu munar. Upphaf árs 2016 einkenndist af afar sterkum El niño sem keyrði upp hita. Hiti í Kyrrahafinu þar sem veðurfyrirbrigðið á sér stað hefur hins vegar verið í hlutlausum gír frá því seint í fyrra. Flestar spár gera ráð fyrir að þannig verði það áfram út þetta ár. Miklar líkur eru taldar á því að árið í ár verði á meðal þeirra fjögurra hlýjustu frá upphafi mælinga og raunhæfar líkur eru á að það gæti orðið enn hlýrra en metárið 2016. Flest bendir til þess að árið verði það annað hlýjasta frá upphafi. Hlýnun jarðar af völdum manna er nú sögð við eða umfram spár loftslagslíkana sem notuð voru við vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013. Yfirborð sjávar heldur áfram að rísa vegna bráðnunar landíss og varmaútþenslu vatnsins. Hafís er nú við sögulegt lágmark á norðurskautinu en nær hefðbundnu horfi á suðurskauti þar sem aðrar aðstæður ríkja. Nær methiti við yfirborð sjávar hefur leitt til umfangsmikillar fölnun kóralrifja á suðurhvelssumrinu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. Aðeins fyrstu þrír mánuðir ársins 2016 voru hlýrri en janúar, febrúar og mars á þessu ári. Þá kynti sérlega öflugur El niño -viðburður undir hnattrænni hlýnun. Undanfarnir tólf mánuðir voru svo gott sem jafnhlýir hlýjasta tólf mánaða tímabil sem beinar mælingar ná til, samkvæmt greiningu loftslagsvísindavefsins Carbon Brief á ástandi loftslagsins í upphafi árs. „Hitastigið fyrstu þrjá mánuði 2020 var merkilega hátt. Ef þeir enda á því að vera í samræmi við það sem eftir er ársins mun 2020 setja klárt met sem hlýjasta árið,“ segir í greiningunni. Ólíklegt er þó talið að hlýindin verði jafnmikil það sem eftir lifir árs og þau hafa verið í ársbyrjun. Hnattrænt hitastig er almennt sagt sveiflukenndara frá október til mars en frá apríl til september vegna þess að El niño-viðburðir nái yfirleitt hámarki sínu að vetri til á norðurhveli jarðar. El niño veldur mestu sveiflunum í hnattrænum meðalhita frá ári til árs. Við eða umfram spár IPCC Þrátt fyrir að hlýindin í byrjun þessa árs standist sambærilegu tímabili árið 2016 ekki snúning þykir það sæta tíðindum hversu litlu munar. Upphaf árs 2016 einkenndist af afar sterkum El niño sem keyrði upp hita. Hiti í Kyrrahafinu þar sem veðurfyrirbrigðið á sér stað hefur hins vegar verið í hlutlausum gír frá því seint í fyrra. Flestar spár gera ráð fyrir að þannig verði það áfram út þetta ár. Miklar líkur eru taldar á því að árið í ár verði á meðal þeirra fjögurra hlýjustu frá upphafi mælinga og raunhæfar líkur eru á að það gæti orðið enn hlýrra en metárið 2016. Flest bendir til þess að árið verði það annað hlýjasta frá upphafi. Hlýnun jarðar af völdum manna er nú sögð við eða umfram spár loftslagslíkana sem notuð voru við vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013. Yfirborð sjávar heldur áfram að rísa vegna bráðnunar landíss og varmaútþenslu vatnsins. Hafís er nú við sögulegt lágmark á norðurskautinu en nær hefðbundnu horfi á suðurskauti þar sem aðrar aðstæður ríkja. Nær methiti við yfirborð sjávar hefur leitt til umfangsmikillar fölnun kóralrifja á suðurhvelssumrinu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22