Ferðatakmarkanir koma ekki til greina þrátt fyrir fleiri smit í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 14:25 Gestir á tískuvikunni í Mílanó mættu sumir með andlitsmaska til leiks af ótta við kórónuveirunnar sem breiðist nú út um Norður-Ítalíu. Vísir/EPA Ekki verður gripið til takmarkana á ferðalögum fólks innan Schengen-svæðisins vegna kórónuveirunnar þrátt fyrir að hún hafi náð útbreiðslu á Ítalíu, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ítölsk yfirvöld staðfestu fimmta dauðsfallið af völdum veirunnar þar í dag. Á þriðja hundrað manns hefur smitast af kórónuveirunni á Ítalíu frá því á föstudag samkvæmt gögnum ítalskra yfirvalda. Langflest smitin hafa greinst í Langbarðalandi og Venetóhéraði á norðanverðri Ítalíu. Skólum, háskólum, söfnum og kvikmyndahúsum hefur verið lokað til að reyna að hefta útbreiðsluna. Tilkynnt var um tvö dauðsföll til viðbótar á Ítalíu í dag. Í báðum tilfellum var um að ræða karlmenn á níræðisaldri í Langbarðalandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórn ESB segist undirbúa varaáætlanir vegna veirunnar þrátt fyrir að ferðatakmarkanir komi ekki til greina að svo stöddu. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri sambandsins, segir að ferðatakmarkanir verði að vera í samræmi við tilefnið og samhæfðar á meðal ríkjanna. Þær verði einnig að byggjast á vísindalegum rökum. „Eins og sakir standa hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ekki mælt með því að setja takmarkanir á ferðalög eða viðskipti,“ sagði hún í dag. Engu að síður vekja smitin á Ítalíu titring í álfunni. Frönsk yfirvöld stöðvuðu þannig farþega rútu sem kom frá Mílanó eftir að grunur vaknaði um að einn þeirra gæti verið smitaður af veirunni. Lögreglumenn strengdu borða í kringum rútuna og fylgdu farþegum á afmarkað svæði á Perrache-rútustöðinni í Lyon. Þeir voru með flensueinkenni voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Reuters. Wuhan-veiran Ítalía Frakkland Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ekki verður gripið til takmarkana á ferðalögum fólks innan Schengen-svæðisins vegna kórónuveirunnar þrátt fyrir að hún hafi náð útbreiðslu á Ítalíu, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ítölsk yfirvöld staðfestu fimmta dauðsfallið af völdum veirunnar þar í dag. Á þriðja hundrað manns hefur smitast af kórónuveirunni á Ítalíu frá því á föstudag samkvæmt gögnum ítalskra yfirvalda. Langflest smitin hafa greinst í Langbarðalandi og Venetóhéraði á norðanverðri Ítalíu. Skólum, háskólum, söfnum og kvikmyndahúsum hefur verið lokað til að reyna að hefta útbreiðsluna. Tilkynnt var um tvö dauðsföll til viðbótar á Ítalíu í dag. Í báðum tilfellum var um að ræða karlmenn á níræðisaldri í Langbarðalandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórn ESB segist undirbúa varaáætlanir vegna veirunnar þrátt fyrir að ferðatakmarkanir komi ekki til greina að svo stöddu. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri sambandsins, segir að ferðatakmarkanir verði að vera í samræmi við tilefnið og samhæfðar á meðal ríkjanna. Þær verði einnig að byggjast á vísindalegum rökum. „Eins og sakir standa hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ekki mælt með því að setja takmarkanir á ferðalög eða viðskipti,“ sagði hún í dag. Engu að síður vekja smitin á Ítalíu titring í álfunni. Frönsk yfirvöld stöðvuðu þannig farþega rútu sem kom frá Mílanó eftir að grunur vaknaði um að einn þeirra gæti verið smitaður af veirunni. Lögreglumenn strengdu borða í kringum rútuna og fylgdu farþegum á afmarkað svæði á Perrache-rútustöðinni í Lyon. Þeir voru með flensueinkenni voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Reuters.
Wuhan-veiran Ítalía Frakkland Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira