Segir ekkert gert til að draga úr mestu plastmenguninni Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2020 14:11 Íslendingar nota um 150-200 kíló af plasti á mann á hverju ári. Vísir/Vilhelm Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi. Plastmengun er vaxandi vandamál í heiminum en hefur víða verið gripið til aðgerða eins og að banna einnota plastvörur. Hér á landi var ákveðið að banna burðarpoka úr plasti frá byrjun næsta árs og sogrör og mataráhöld nokkrum árum síðar. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, bendir þó á að burðarpokar séu lítill hluti af þeim 150-200 kílóum af plasti sem Íslendingar nota að meðaltali á ári. Sogrör og mataráhöld úr plasti séu enn minni þáttur í neyslunni. Hátt í 40% af plastneyslu á Íslandi sé í formi umbúða „Þótt vitað sé hverjar séu helstu leiðir okkar Íslendinga við plastmengun lands og sjávar var ákveðið að gera ekkert í því máli. Yfirvöld eru einfaldlega fjarri því að vera eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur,“ skrifar Páll í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Endurnýting aðeins aukist um 10% á þrjátíu árum Páll kemur plastumbúðum að nokkru leyti til varnar í grein sinni og bendir á að þær hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja neytendum óskemmda vöru. Þegar tekið sé tillit til neikvæðra umhverfisáhrifa vöru sem skemmist séu plastumbúðir gjarnan umhverfisvænni en aðrar umbúðir eða umbúðaleysi. Lítill árangur hefur náðst í endurvinnslu á plasti þrátt fyrir að Páll segi að hún hafi verið áherslumál í þrjátíu ár. Ekki hafi verið settir nægir fjármunir í þróun góðrar endurvinnslutækni. Því sé aðeins lítið brot af því plastefni sem er notað endurunnið. „Í stað þess að nota plastið einu sinni þá notum við það nú þrjátíu árum síðar 10% betur eða 1,1 sinni. Það er léleg hringrás og hringrásarhagkerfið eru ennþá nánast orðin tóm þegar kemur að plasti,“ skrifar Páll. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Misskilningur um eðli maísplastpoka Gagnrýnir Páll einnig maíspokavæðingu sem hefur átt sér stað í verslunum á Íslandi. Stór hluti notenda virðist telja að pokarnir séu ekki úr plasti heldur maís vegna þess sem Páll telur frábæra markaðssetningu á þeim. Í raun séu pokarnir úr plasti sem er framleitt úr mjólkursýru (PLA) unninni úr maíssterkju í stað etýlengass, en plasti engu að síður. Misskilnings um eðli maíspokanna gæti jafnvel á vef stjórnarráðsins þar sem fjallað er um bann við sölu á burðarpokum úr plasti. Þar sé gefið sterklega í skyn að pokarnir brotni hratt niður og séu því umhverfisvænni. Páll telur að þar sé villt um fyrir neytendum. „Pokarnir eru úr plasti og þeir eru ekki niðurbrjótanlegir nema í jarðgerðarstöð með íblöndun ensíma til niðurbrots PLA. Jarðgerð úr maíspokum við ófullkomnar aðstæður hér á landi hefur því fyrst og fremst leitt til örplastmengunar. Það er ekki í samræmi við væntingar neytenda,“ skrifar hann. Hefðbundnir plastpokar og maíspokar séu að mörgu leyti eðlislíkir. Séu þeir urðaðir brotni þeir niður á nokkur hundruð árum. Fjúki þeir út í náttúruna brotni þeir fyrst niður í örplast á nokkrum árum og síðan í lífrænt efni sem samlagast náttúrunni. Annars staðar hafi hefðbundnum plastpokum verið skipt út fyrir svonefnt lífplast, líf-PE, sem er unnið úr gróðri. Páll segir erfitt að spá fyrir um hvort að PLA og líf-PE séu umhverfisvænni en hefðbundið plast og framtíðin í plastframleiðslu. Hvorki PLA né líf-PE sé framleitt úr afgöngum frá matvælaframleiðslu heldur sé ræktarland tekið undir framleiðsluna á því sem auki þrýsting á vistkerfi jarðar. „Framleiðslan hefur sannarlega sitt sótspor. Þetta kann þó að breytast í fyllingu tímans,“ segir Páll. Umhverfismál Tengdar fréttir Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. 7. maí 2020 10:30 Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra. 5. maí 2020 20:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi. Plastmengun er vaxandi vandamál í heiminum en hefur víða verið gripið til aðgerða eins og að banna einnota plastvörur. Hér á landi var ákveðið að banna burðarpoka úr plasti frá byrjun næsta árs og sogrör og mataráhöld nokkrum árum síðar. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, bendir þó á að burðarpokar séu lítill hluti af þeim 150-200 kílóum af plasti sem Íslendingar nota að meðaltali á ári. Sogrör og mataráhöld úr plasti séu enn minni þáttur í neyslunni. Hátt í 40% af plastneyslu á Íslandi sé í formi umbúða „Þótt vitað sé hverjar séu helstu leiðir okkar Íslendinga við plastmengun lands og sjávar var ákveðið að gera ekkert í því máli. Yfirvöld eru einfaldlega fjarri því að vera eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur,“ skrifar Páll í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Endurnýting aðeins aukist um 10% á þrjátíu árum Páll kemur plastumbúðum að nokkru leyti til varnar í grein sinni og bendir á að þær hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja neytendum óskemmda vöru. Þegar tekið sé tillit til neikvæðra umhverfisáhrifa vöru sem skemmist séu plastumbúðir gjarnan umhverfisvænni en aðrar umbúðir eða umbúðaleysi. Lítill árangur hefur náðst í endurvinnslu á plasti þrátt fyrir að Páll segi að hún hafi verið áherslumál í þrjátíu ár. Ekki hafi verið settir nægir fjármunir í þróun góðrar endurvinnslutækni. Því sé aðeins lítið brot af því plastefni sem er notað endurunnið. „Í stað þess að nota plastið einu sinni þá notum við það nú þrjátíu árum síðar 10% betur eða 1,1 sinni. Það er léleg hringrás og hringrásarhagkerfið eru ennþá nánast orðin tóm þegar kemur að plasti,“ skrifar Páll. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Misskilningur um eðli maísplastpoka Gagnrýnir Páll einnig maíspokavæðingu sem hefur átt sér stað í verslunum á Íslandi. Stór hluti notenda virðist telja að pokarnir séu ekki úr plasti heldur maís vegna þess sem Páll telur frábæra markaðssetningu á þeim. Í raun séu pokarnir úr plasti sem er framleitt úr mjólkursýru (PLA) unninni úr maíssterkju í stað etýlengass, en plasti engu að síður. Misskilnings um eðli maíspokanna gæti jafnvel á vef stjórnarráðsins þar sem fjallað er um bann við sölu á burðarpokum úr plasti. Þar sé gefið sterklega í skyn að pokarnir brotni hratt niður og séu því umhverfisvænni. Páll telur að þar sé villt um fyrir neytendum. „Pokarnir eru úr plasti og þeir eru ekki niðurbrjótanlegir nema í jarðgerðarstöð með íblöndun ensíma til niðurbrots PLA. Jarðgerð úr maíspokum við ófullkomnar aðstæður hér á landi hefur því fyrst og fremst leitt til örplastmengunar. Það er ekki í samræmi við væntingar neytenda,“ skrifar hann. Hefðbundnir plastpokar og maíspokar séu að mörgu leyti eðlislíkir. Séu þeir urðaðir brotni þeir niður á nokkur hundruð árum. Fjúki þeir út í náttúruna brotni þeir fyrst niður í örplast á nokkrum árum og síðan í lífrænt efni sem samlagast náttúrunni. Annars staðar hafi hefðbundnum plastpokum verið skipt út fyrir svonefnt lífplast, líf-PE, sem er unnið úr gróðri. Páll segir erfitt að spá fyrir um hvort að PLA og líf-PE séu umhverfisvænni en hefðbundið plast og framtíðin í plastframleiðslu. Hvorki PLA né líf-PE sé framleitt úr afgöngum frá matvælaframleiðslu heldur sé ræktarland tekið undir framleiðsluna á því sem auki þrýsting á vistkerfi jarðar. „Framleiðslan hefur sannarlega sitt sótspor. Þetta kann þó að breytast í fyllingu tímans,“ segir Páll.
Umhverfismál Tengdar fréttir Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. 7. maí 2020 10:30 Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra. 5. maí 2020 20:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. 7. maí 2020 10:30
Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra. 5. maí 2020 20:00