33,5 milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 13:57 Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. AP/Tony Dejak Um það bil 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Í heildina hafa 33,5 milljónir sótt um bætur á undanförnum sjö vikum. Í febrúar var atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 3,5 prósentum og hafði ekki verið lægra í um 50 ár. Nú hefur fimmti hver Bandaríkjamaður sem var í vinnu í febrúar sótt um atvinnuleysisbætur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. 22,7 milljónir eru á atvinnuleysisbótum. Einhverjum hefur verið hafnað og þar að auki eru fleiri umsafnir til skoðunar. 22,7 milljónir samsvara 15,5 prósentum vinnuaflsins sem rétt hefur á atvinnuleysisbótum. Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. Búist er við því að opinberar atvinnuleysistölur, sem birtar verða á morgun, muni sýna mesta atvinnuleysi Bandaríkjanna frá því því mælingar hófust eftir seinni heimsstyrjöldina. AP segir líkur á því að þær tölur muni þó ekki fanga ástandið fullkomlega. Margir vinni færri tíma en áður og aðrir hafi þurft að sætta sig við lækkuð laun. Þá séu margir sem hafi ekki enn skráð sig atvinnulausa. Fólk sem eigi ef til vill ekki rétt á bótum og átti sig á því að mjög erfitt sé að finna vinnu um þessar mundir. Þá hafa hagfræðingar spáð því að samdráttur á vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna verði um 40 prósent á öðrum ársfjórðungi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Um það bil 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Í heildina hafa 33,5 milljónir sótt um bætur á undanförnum sjö vikum. Í febrúar var atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 3,5 prósentum og hafði ekki verið lægra í um 50 ár. Nú hefur fimmti hver Bandaríkjamaður sem var í vinnu í febrúar sótt um atvinnuleysisbætur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. 22,7 milljónir eru á atvinnuleysisbótum. Einhverjum hefur verið hafnað og þar að auki eru fleiri umsafnir til skoðunar. 22,7 milljónir samsvara 15,5 prósentum vinnuaflsins sem rétt hefur á atvinnuleysisbótum. Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. Búist er við því að opinberar atvinnuleysistölur, sem birtar verða á morgun, muni sýna mesta atvinnuleysi Bandaríkjanna frá því því mælingar hófust eftir seinni heimsstyrjöldina. AP segir líkur á því að þær tölur muni þó ekki fanga ástandið fullkomlega. Margir vinni færri tíma en áður og aðrir hafi þurft að sætta sig við lækkuð laun. Þá séu margir sem hafi ekki enn skráð sig atvinnulausa. Fólk sem eigi ef til vill ekki rétt á bótum og átti sig á því að mjög erfitt sé að finna vinnu um þessar mundir. Þá hafa hagfræðingar spáð því að samdráttur á vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna verði um 40 prósent á öðrum ársfjórðungi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira