Framseldur til Portúgals þar sem þungur dómur bíður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 17:56 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals. Portúgal Dómsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals.
Portúgal Dómsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira