Kominn til Ajax og dreymir um að spila í íslenska landsliðinu með bróður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 14:30 Kristian Nökkvi Hlynsson á ferðinni í leik með unglingaliði Ajax. Mynd/Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian. Hollenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian.
Hollenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira