Fótbolti

Fyrrum samherji Sterling hjá Liverpool segir að félagið hafi hent honum undir rútuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers var ekki sáttur með Sterling í æfingaferð í Bandaríkjunum.
Rodgers var ekki sáttur með Sterling í æfingaferð í Bandaríkjunum. Vísir/Getty

Ryan McLaughlin, sem var á mála hjá Liverpool frá árinu 2011 til 2016, segir að félagið hafi hent Raheem Sterling undir rútuna þegar hann va einungis sautján ára gamall.

McLaughlin og Sterling fóru saman í gegnum yngri liðin hjá Liverpool en leiðir þeirra skildu svo. McLaughlin leikur nú með Rochdale en þeir fóru meðal annars saman með Liverpool til Bandaríkjanna árið 2012.

Brendan Rodgers stýrði þá Liverpool og fjölmiðlateymi Liverpool fylgdist vel með í ferðinni. Það var meðal annars birt þegar Sterling og Rodgers lenti saman og McLaughlin var ekki hrifinn af því.

„Ég skil ekki afhverju félagið henti honum undir úr rútuna með þessum hætti,“ sagði hann í samtali við Goal og hélt áfram.

„Fyrir ungan dreng, getur þetta algjörlega gengið frá þér. Hann var sautján ára og þetta leit hann líta út fyrir eitthvað sem hann var ekki. Ég lít til baka og hugsa: ímyndaðu þér að þetta væri ég,“ sagði Ryan.

„Fjölskyldan þín er að horfa. Þú yrðir eyðilagður. Þetta hefði aldrei átt að fara út. Rodgers var að öskra á hann og það er ekkert að því. Hann er stjórinn en að gefa þetta út? Mér fannst það rangt. Þetta var lélegt.“

„Þetta hefur líklega setið í Raheem í lengri tíma eftir þetta sem var ósanngjarnt. Hann fékk þetta orðspor á sig þegar í raunveruleikanum er þetta mjög góður gaur. Það hefur ekki komið mér á óvart hversu langt hann hefur náð,“ sagði Ryan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×