Endurspeglun samfélagsins Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 30. desember 2019 10:00 Það er ávallt notalegt þegar fjölmiðlar sinna ætluðu hlutverki sínu sem fjórða valdið og endurspegla samfélagið á raunsannan máta. Þetta tókst með eindæmum vel í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, 27. desember sl. þegar birtur var listi yfir dómnefnd blaðsins. Dómnefndin var skipuð sex konum og fjörtíuogtveimur karlmönnum. 6:42. 14% hlutfall kvenna er mögulega í eðlilegu samræmi við konur í stjórnum fyrirtækja í einkaeigu en engan veginn endurspeglandi fyrir hlutfall kvenna í stjórnum eða framkvæmdastjórastöðum fyrirtækja skráðum á markaði. Þar er konum engan veginn fyrir að fara. Ekki fyrir neinum. Ekki til staðar. Þakkir færast hér með Markaðnum fyrir að vekja okkur til umhugsunar hvernig raddir kvenna í atvinnulífinu eiga að komast að, ef aðgengi er ekki til staðar. Þakkir fyrir að minna þær yfirgnæfandi fleiri ungu konur sem stunda nám og útskrifast úr háskóla á Íslandi í dag – og munu aldrei sætta sig við þessa birtingarmynd – hvernig staðan í raun og veru er. Tær endurspeglun á samfélagið. Ennfremur þakkir fyrir að leiða breytinguna og leyfa röddum kvenna markvisst að hljóma í viðskiptalífinu, því fjölbreytni skapar grósku og er samfélaginu til góða. Hjartans þakkir.Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er ávallt notalegt þegar fjölmiðlar sinna ætluðu hlutverki sínu sem fjórða valdið og endurspegla samfélagið á raunsannan máta. Þetta tókst með eindæmum vel í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, 27. desember sl. þegar birtur var listi yfir dómnefnd blaðsins. Dómnefndin var skipuð sex konum og fjörtíuogtveimur karlmönnum. 6:42. 14% hlutfall kvenna er mögulega í eðlilegu samræmi við konur í stjórnum fyrirtækja í einkaeigu en engan veginn endurspeglandi fyrir hlutfall kvenna í stjórnum eða framkvæmdastjórastöðum fyrirtækja skráðum á markaði. Þar er konum engan veginn fyrir að fara. Ekki fyrir neinum. Ekki til staðar. Þakkir færast hér með Markaðnum fyrir að vekja okkur til umhugsunar hvernig raddir kvenna í atvinnulífinu eiga að komast að, ef aðgengi er ekki til staðar. Þakkir fyrir að minna þær yfirgnæfandi fleiri ungu konur sem stunda nám og útskrifast úr háskóla á Íslandi í dag – og munu aldrei sætta sig við þessa birtingarmynd – hvernig staðan í raun og veru er. Tær endurspeglun á samfélagið. Ennfremur þakkir fyrir að leiða breytinguna og leyfa röddum kvenna markvisst að hljóma í viðskiptalífinu, því fjölbreytni skapar grósku og er samfélaginu til góða. Hjartans þakkir.Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar