Veðrið á gamlársdag „fúlt og grátt“ en þokkalegt um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 10:00 Það ætti að viðra ágætlega til flugeldaskots víðast hvar á landinu. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark. Áramót Veður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark.
Áramót Veður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira