„Vil komast í úrslit, vinna Van Gerwen og nudda honum upp úr því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2019 14:00 Gerwyn Price er kominn í undanúrslit á HM í pílukasti. vísir/getty Walesverjinn Gerwyn Price var kokhraustur eftir að hann tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær. Price sigraði Glen Durrant, 5-1, í síðasta leik 8-manna úrslitanna. Í undanúrslitunum í kvöld mætir hann Peter Wright. „Við höfum átt marga góða leiki. Í upphafi ferilsins rústaði hann mér alltaf en það hefur snúist við. Ég held að hann hafi meiri áhyggjur af mér en ég af honum. Það verður erfitt fyrir hann að sigra mig og ég hef fulla trú á að ég vinni leikinn,“ sagði Price. Walesverjinn setur stefnuna á að komast í úrslitaleikinn á nýársdag þar sem hann vill mæta heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Hann mætir Nathan Aspinall í seinni undanúrslitaleiknum. „Ég bjóst alltaf við því að Michael myndi komast í úrslit. Það yrðu vonbrigði fyrir mig að detta út,“ sagði Price. „Ég vil komast í úrslitin, spila við Van Gerwen, vinna titilinn og nudda honum upp úr því.“ “I want to get to the final, play Van Gerwen, win the title and rub it in his face” Gerwyn Price is in a jovial mood as he makes it to his first ever World Championship Semi-Final pic.twitter.com/J1hlTGXGJt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2019 Price er á sínu sjötta heimsmeistaramóti. Á því fyrsta (2015) tapaði hann fyrir Wright í 1. umferð, 3-0. Hann hefur aldrei komist jafn langt á HM og í ár. Beint útsending frá undanúrslitum HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Pílukast Tengdar fréttir Sakaði mótherja sinn um sorglegan seinagang Gerwyn Price lét Simon Whitlock heyra það eftir að hafa unnið hann á HM í pílukasti. 29. desember 2019 10:35 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price var kokhraustur eftir að hann tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær. Price sigraði Glen Durrant, 5-1, í síðasta leik 8-manna úrslitanna. Í undanúrslitunum í kvöld mætir hann Peter Wright. „Við höfum átt marga góða leiki. Í upphafi ferilsins rústaði hann mér alltaf en það hefur snúist við. Ég held að hann hafi meiri áhyggjur af mér en ég af honum. Það verður erfitt fyrir hann að sigra mig og ég hef fulla trú á að ég vinni leikinn,“ sagði Price. Walesverjinn setur stefnuna á að komast í úrslitaleikinn á nýársdag þar sem hann vill mæta heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Hann mætir Nathan Aspinall í seinni undanúrslitaleiknum. „Ég bjóst alltaf við því að Michael myndi komast í úrslit. Það yrðu vonbrigði fyrir mig að detta út,“ sagði Price. „Ég vil komast í úrslitin, spila við Van Gerwen, vinna titilinn og nudda honum upp úr því.“ “I want to get to the final, play Van Gerwen, win the title and rub it in his face” Gerwyn Price is in a jovial mood as he makes it to his first ever World Championship Semi-Final pic.twitter.com/J1hlTGXGJt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2019 Price er á sínu sjötta heimsmeistaramóti. Á því fyrsta (2015) tapaði hann fyrir Wright í 1. umferð, 3-0. Hann hefur aldrei komist jafn langt á HM og í ár. Beint útsending frá undanúrslitum HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Pílukast Tengdar fréttir Sakaði mótherja sinn um sorglegan seinagang Gerwyn Price lét Simon Whitlock heyra það eftir að hafa unnið hann á HM í pílukasti. 29. desember 2019 10:35 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sakaði mótherja sinn um sorglegan seinagang Gerwyn Price lét Simon Whitlock heyra það eftir að hafa unnið hann á HM í pílukasti. 29. desember 2019 10:35