Bresk kona sakfelld fyrir að ljúga um hópnauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 10:25 Tveir ísraelsku mannanna sem voru sakaðir um að hafa nauðgað bresku konunni þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í júlí. Vísir/EPA Dómstóll á Kýpur sakfelldi nítján ára gamla breska konu í dag fyrir að ljúga til um að henni hefði verið nauðgað af hópi ísraelskra ungmenna í Ayia Napa í júlí. Konan fullyrti að kýpverska lögreglan hefði fengið hana til að bera ljúgvitni um atburðina en lögreglan hafnar því. Refsing konunnar verður ákveðin 7. janúar en hún gæti yfir höfði sér allt að árs fangelsi fyrir að spilla almannareglu. Lögmenn hennar krefjast þess að refsing hennar verði skilorðsbundin. Þeir telja ýmsar forsendur til að áfrýja dómnum. Tólf ísraelsk ungmenni voru handtekin vegna ásakana konunnar en þeim var síðar sleppt og leyft að halda heim á leið. Konan sat í gæsluvarðhaldi í meira en mánuð áður en henni var sleppt gegn tryggingu í lok ágúst. Hún hefur sætt farbanni síðan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmaður fjölskyldu konunnar segir að dómstóllinn hafi reitt sig á yfirlýsingu þar sem hún dró ásakanir sínar til baka þrátt fyrir að hún hafi skrifað undir hana án þess að hafa lögmann sér til stuðnings. Það sé brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Þá gagnrýndi hann dómarann fyrir að neitað að hlýða á sönnunargögn um hvort nauðgunin hafi átt sér stað. Saksóknarar héldu því fram að konan hefði sett ásakanir sínar sjálfviljug fram en dregið þær til baka tíu dögum síðar. Konan fullyrti fyrir dómi að það hefði hún gert undir hótunum um að hún yrði handtekin og að henni hafi verið meinað að ræða við lögmann. Bretland Kýpur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Dómstóll á Kýpur sakfelldi nítján ára gamla breska konu í dag fyrir að ljúga til um að henni hefði verið nauðgað af hópi ísraelskra ungmenna í Ayia Napa í júlí. Konan fullyrti að kýpverska lögreglan hefði fengið hana til að bera ljúgvitni um atburðina en lögreglan hafnar því. Refsing konunnar verður ákveðin 7. janúar en hún gæti yfir höfði sér allt að árs fangelsi fyrir að spilla almannareglu. Lögmenn hennar krefjast þess að refsing hennar verði skilorðsbundin. Þeir telja ýmsar forsendur til að áfrýja dómnum. Tólf ísraelsk ungmenni voru handtekin vegna ásakana konunnar en þeim var síðar sleppt og leyft að halda heim á leið. Konan sat í gæsluvarðhaldi í meira en mánuð áður en henni var sleppt gegn tryggingu í lok ágúst. Hún hefur sætt farbanni síðan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmaður fjölskyldu konunnar segir að dómstóllinn hafi reitt sig á yfirlýsingu þar sem hún dró ásakanir sínar til baka þrátt fyrir að hún hafi skrifað undir hana án þess að hafa lögmann sér til stuðnings. Það sé brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Þá gagnrýndi hann dómarann fyrir að neitað að hlýða á sönnunargögn um hvort nauðgunin hafi átt sér stað. Saksóknarar héldu því fram að konan hefði sett ásakanir sínar sjálfviljug fram en dregið þær til baka tíu dögum síðar. Konan fullyrti fyrir dómi að það hefði hún gert undir hótunum um að hún yrði handtekin og að henni hafi verið meinað að ræða við lögmann.
Bretland Kýpur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira