„Góðhjartaður“ þjófur hringdi í móður eftir að hann stal ösku sonar hennar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 20:10 Foreldrar Dennis Bebnarz vildu dreifa ösku hans á björtum og hlýjum stað. Kýpur varð fyrir valinu. Vísir/GETTY Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga. Kýpur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga.
Kýpur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira