Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 15:15 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum. Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum.
Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent