Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 16:01 Teikning af Starliner á braut um jörðu. Vísir/Boeing Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15