Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2019 23:15 Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín. Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín.
Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira