Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:00 Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag hjónanna aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Samsett Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu. Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu.
Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07