Sport

Í beinni í dag: Fallon Sherrock mætir aftur til leiks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tekst Sherrock að komast í 16-manna úrslit?
Tekst Sherrock að komast í 16-manna úrslit? vísir/getty

Eftir stutt jólafrí hefst heimsmeistaramótið í pílukasti á nýjan leik í dag og Stöð 2 Sport sýnir að sjálfsögðu beint frá Alexandra Palace í London.

Sex leikir eru á dagskrá í dag; fjórir síðustu leikirnir í 32-manna úrslitunum og svo fyrstu tveir í 16-manna úrslitunum.

Fallon Sherrock, sem hefur heldur betur slegið í gegn á HM, verður m.a. í eldlínunni í dag.

Sherrock braut blað í sögu keppninnar þegar hún sigraði Ted Evetts, 3-2, í 1. umferðinni. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM.

Sherrock lét ekki þar við sitja og sigraði reynsluboltann Mensur Suljovic í 2. umferðinni, 3-1.

Í dag etur Sherrock kappi við Chris Dobey sem er í 23. sæti heimslistans.

Þá mætir heimsmeistarinn Michael van Gerwen Stephen Bunting í síðasta leik dagsins.

Upplýsingar um dagskrá sportrása Stöðvar 2 má finna með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:

12:30 HM í pílukasti, Stöð 2 Sport

19:00 HM í pílukasti, Stöð 2 Sport 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×