Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Einnig verður rætt við borgarfulltrúa um smáhýsin sem til stendur að setja upp í borginni á næstunni. Langur biðlisti er eftir plássi. Einnig verður fjallað um skóla sem íslenskt fyrirtæki er að fara byggja á Grænlandi og fylgst með kirkjuhlaupinu sem fór að venju fram í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Innlent