Fallon Sherrock er úr leik á HM í pílu eftir tap gegn Chris Dobey í 32-manna úrslitum.
Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock hafði heldur betur komið kvennapílunni á kortið með magnaðri frammistöðu sinni á HM í Alexandra Palace í ár.
Hún hafði slegið út tvo karlmenn en það var í fyrsta skipti í sögunni sem það gerðist. Í dag tapaði hún fyrir Dobey 4-2.
Take a bow, @Fsherrock – you’ve thrown your way into the hearts of millions, written yourself into the history books and done an incalculable service to the game of darts
— Stephen Fry (@stephenfry) December 27, 2019
The FIRST EVER woman to win a game at the @OfficialPDC World Championships.
— SPORF (@Sporf) December 27, 2019
Knocked out the 11th seed in 2nd Round.
Inspired a new generation.
Take a bow, @FSherrock. pic.twitter.com/1b6n34Sxj7
Fyrr í dag komst Glen Durrant áfram eftir að hafa unnið 4-2 sigur gegn Norður-Íranum Daryl Gurney.
Simon Whitlock er einnig kominn áfram eftir 4-1 sigur á Mervyn King en í kvöld fara svo fram þrjár hörkuviðureignir.
Þar keppir meðal annars heimsmeistarinn Michael van Gerwen og hinn magnaði Gary Anderson.
Viðureignir kvöldsins:
Gerwyn Price - John Henderson
Gary Anderson - Nathan Aspinall
Michael van Gerwen - Stephen Bunting