Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á níunda tímanum í kvöld vegna gönguskíðamanna í ógöngum í Glerárdal í Eyjafirði.
Voru ferðalangarnir á leið í skálann Lamba innarlega í dalnum og óskuðu þeir eftir aðstoð eftir að aðstæður urðu slíkar að ljóst þótti að þeir myndu ekki ná á áfangastað í tíma.
Hópur björgunarsveitarmanna var sendur af stað í Glerárdal á snjósleðum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að gönguskíðamennirnir hafi brugðist rétt við. Haldið kyrru fyrir og kallað eftir aðstoð. En slæm veðurspá er á svæðinu.